Björtu ljósin

Björtu Ljósin er jafningjahópur fyrir ungar konur á aldrinum 18-45 ára.

Hópurinn hittist á miðvikudögum kl. 11:30-13:00 í Ljósinu, borðar saman og tekur fyrir áhugavert málefni og deilir um leið upplifunum og reynslu.
Að hitta jafningja, sem hafa innsýn í líðan, hugsanir og þau líkamlegu einkenni sem eru fylgifiskar krabbameins, getur hjálpað til við að takast á við nýjan veruleika.
Hópurinn hittist á móti jafningjahópnum Gullfiskarnir sem er blandaður hópur á sama aldri, en þau hafa það að markmiði að búa til skemmtilega viðburði saman.

Umsjón með hópnum hefur Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi.

Vekjum einnig athygli á Facbooksíðu hópsins þar sem ýmsar umræður og upplýsingar er að finna.

Björtu Ljósin ætla að hittast reglulega á haustönn og þær sem tilheyra þessum hópi geta fylgst með á Facebook síðu hópsins.

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Konur 18-45 ára sem greinst hafa með krabbamein

Hvenær: Einu sinni í mánuði, miðvikudaga kl. 11:30

Hvar: Í Ljósinu

Umsjón: Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi