Vinkvenna minnst

Elín Einarsdóttir færði Ljósinu peningagjöf um daginn að upphæð 200 þúsund krónur. Gjöfina vildi hún tileinka vinkonum sínum Elsu Ester Sigurfinnsdóttur og Hallfríði Ólafsdóttur.
Hallfríði kynntist Elín þegar þær voru 9 ára gamlar í skólahljómsveit Kópavogs en Elsu fyrir rúmum áratug. Um tíma áttu þær þó allar samleið þegar þær voru saman í bókaklúbbi sem Elín stofnaði.

Elinborg veitir minningargjöf Elínar viðtöku.

Gjöfin sem Elín færir Ljósinu er bæði til að minnast þessara vinkvenna hennar og til að þakka fyrir þá þjónustu sem hún hefur sjálf þegið hér í Ljósinu. Hluti minningargjafarinnar fer að ósk Elínar í að efla handvershópana sem Ljósið býður upp á.

Elinborg Hákonardóttir umsjónarmaður handverks veitti gjöfinni viðtöku.

Starfsfólk Ljóssins þakkar kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.