Landsbyggðardeild Ljóssins tekin til starfa

Landsbyggðardeild Ljóssins, sem er tveggja ára þróunarverkefni, hefur nú tekið til starfa. Ljósið hefur 15 ára reynslu í endurhæfingu krabbameinsgreindra og vill með verkefninu auka aðgengi þeirra sem greinast að endurhæfingarúrræðum óháð búsetu.

Landsbyggðardeild Ljóssins er þverfaglegt teymi

Verkefnið mun ekki einungis gagnast þeim skjólstæðingum sem nýta þjónustuna og aðstandendum þeirra, heldur einnig fagaðilum víðsvegar um landið. Landsbyggðardeild Ljóssins gefur fagaðilum um land allt tækifæri til að njóta góðs af reynslu og sérþekkingu, þeim sjálfum og skjólstæðingum sínum til handa. Með aukinni samheldni og samfellu í þjónustu milli þeirra sem starfa með einstaklingum sem hafa fengið krabbamein mætum við þörfum þeirra sem búa á landsbyggðinni.

Smelltu hér til að lesa meira um þjónustuna.

Fyrir frekari upplýsingar eða fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á Unni Maríu Þorvarðardóttur iðjuþjálfa og verkefnastjóra Landsbyggðardeildar Ljóssins á unnurmaria@ljosid.is eða síma 561-3770/620-6755.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.