Stundaskrá Ljóssins 18. nóvember – 2. desember

Næstu tvær vikurnar munum við nýta betur það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva.

Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, spritt, grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra á milli. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað regluleg í gegnum daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði.

Líkamleg endurhæfing
Áfram verður boðið uppá mælingar, viðtöl og innritunarfundi eftir þörfum, samkvæmt reglum um hámarksfjölda í rýmum.

Jóga hefst í næstu viku. Tímarnir verða í græna salnum í gamla húsinu og gengið er beint inn á græna stigaganginn við bílaplanið. Hámark 6 manns í tíma. Athugið að jógatímar eru samliggjandi. Þátttakendur eru hvattir til að mæta EKKI FYRR heldur bíða þar til tíminn á að hefjast svo að fyrri hópur geti yfirgefið rýmið og hægt sé að sótthreinsa. Hægt er að bóka einn tíma í einu. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.

Stoðfimi hefst í næstu viku. Tímarnir verða í græna salnum í gamla húsinu og gengið er beint inn á græna stigaganginn við bílaplanið. Hámark 6 manns í tíma. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.

Þjálfun í líkamsræktarsal Ljóssins: Gengið er beint inn í líkamsræktarsal Ljóssins. Allir eru hvattir til þess að fara ekki sama dag í gamla húsnæði Ljóssins. Hámark 6 manns í tíma. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.

Ganga: Hámark 6 manns í tíma. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.

Viðtöl við fagaðila
Áfram verður boðið upp á viðtöl í húsi og í gegnum samskiptaforritið í Kara Connect. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.

Námskeið
Þau námskeið sem nú eru í gangi halda áfram í óbreyttu sniði í fjarfundarbúnaði. Verið er að undirbúa ný námskeið, bæði í húsi og í gegnum Zoom.

Handverkshópar
Handverk: Frá og með 23. nóvember verður boðið uppá litla hópa í handverki.Tímarnir verða í handverkssalnum í gamla húsinu og gengið er beint inn í gegnum móttöku. Hámark 5 manns í tíma. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.

Nudd og snyrting
Snyrting: Gengið er beint inn um móttöku Ljóssins, beint upp gamla stigann upp á aðra hæð. Einnig er gengið frá greiðslu þar. Vinsamlegast bókið tíma í síma 561-3770.
Heilsunudd: Gengið er beint inn um móttöku Ljóssins, beint upp gamla stigann upp á aðra hæð. Einnig er gengið frá greiðslu þar. Vinsamlegast bókið tíma í síma 561-3770.

Hádegismatur og kaffi
Þjónustþegar geta áfram pantað hádegismat í Ljósinu til að taka með sér. Allir þeir sem þurfa á spjalli að halda eru velkomnir í Ljósið á meðan við erum innan fjölda sóttvarnarreglna. Ef fjöldi fer umfram reglur erum við tilbúin með góðar lausnir.

Smelltu hér til að lesa uppfærða stundaskrá Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.