Fegrandi heimsókn frá Mörk

Í dag nýttu Þórey og Hlynur, frá gróðrarstöðinni Mörk, góða veðrið og sólskinið til að fegra framhlið Ljóssins.

Framkvæmdir undanfarna mánuði hafa orsakað ansi tómleg beð en úr því var bætt þegar runnamuru, sveighyrni, marþöll, japanskvist, himalayeini og fleiri fallegum plöntum var komið fagmannlega fyrir.

Við vorum sannarlega þakklát fyrir þessa heimsókn en áður hafa þau glatt ljósbera og starfsfólk Ljóssins með gullfallegum haustkrönsum og borðskreytingum.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.