…og svo slaka

eftir Helgu Jónu Sigurðardóttur

Helga Jóna, iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur

Öll finnum við einhvern tímann fyrir óróleikatilfinningu við hinar ýmsar aðstæður. Kannist þið t.d. við  að finna fyrir spennu og kvíða þegar þið sitjið á biðstofunni að bíða eftir læknistímanum eða mikilvægu símtali? Eruð þið með börn á heimilinu sem eru t.d. stressuð fyrir prófinu á morgun eða fyrsta skóladeginum? Í dag eru margir að upplifa eirðarleysi og tilgangsleysi vegna mikillar heimaviðveru á COVID-19 tímum. Allar þessar aðstæður og tilfinningar geta ýtt undir líkamlega og andlega spennu og streitu.

Ein leið til að draga úr spennu er slökun. Því langar mig að kynna fyrir ykkur slökunaraðferð sem kallast Grounding (að kjarna sig). Þessi aðferð hentar öllum, konum og körlum, börnum og fullorðnum. Grounding er ekki bara hægt að gera einn með sjálfum sér heldur einnig með öðrum. Hana er einnig hægt að gera nánast alls staðar, t.d. í rólegu umhverfi heima, inni á snyrtingu skólans, í strætó og á vinnustaðnum, út í náttúrunni, í bílnum og á biðstofunni, svo eitthvað sé nefnt.

Hvað er Grounding?

Í Grounding er leitast við að bæta jarðtengingu og líkamsvitund með því að áreita hreyfi- og stöðuskynið sem er undirstaða líkamsvitundar.

Notaðar eru ýmsar aðferðir, standandi, sitjandi og liggjandi Grounding.

Hægt er að nýta sér aðferð þar sem maður er nuddaður með sérstökum Ballstick-boltum. Einnig er hægt að liggja og/eða sofa undir kúlusæng/þyngingarsæng. Kúlusængin er þróuð út frá hugmyndafræði bandaríska iðjuþjálfans Dr. Jean Ayres um samspil skynsviða, Sensory Integration.

Með þessum orðum fylgja hér þær aðferðir sem getur tekið ykkur örfáar mínútur að gera; standandi, sitjandi eða liggjandi Grounding.

Allt nýtt sem við tileinkum okkur krefst þjálfunar.

Ég hvet ykkur að prófa og jafnvel getur fjölskyldan búið til Grounding samverustund.

Gangi ykkur vel.

Helga Jóna

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.