40% afsláttur af mælingum á líkamssamsetningu fyrir útskrifaða þjónustuþega

Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfari, íþrótta- og heilsufræðingur, og fyrrverandi skjólstæðingur og starfsmaður í Ljósinu

Útskrifaðir þjónustuþegar Ljóssins og aðstandendur þeirra fá nú 40% afslátt af mælingu á líkamssamsetningu og einstaklingsmiðaðri ráðgjöf hjá Margréti Indriðadóttur fyrrum sjúkraþjálfara og íþrótta- og heilsufræðingi í Ljósinu.

Mælingar á líkamssamsetningu eru mikilvægur liður í líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu og hefur einstaklingsbundin ráðgjöf í tengslum við mælingarnar verið mörgum Ljósberum vegvísir að betri lífsstíl. Eftir útskrift frá Ljósinu eru mjög margir sem hefðu áhuga á því að auka eða viðhalda góðum árangri með áframhaldandi mælingum og því bendum við ykkur á þetta frábæra tilboð.

Margrét er einnig fyrrum Ljósberi og þekkir því vel þörfina á áframhaldandi mælingum til að veita aðhald og stuðla að betri heilsu og auknum lífsgæðum, eftir að endurhæfingu í Ljósinu líkur. Þjónustan fer fram á stofu Margrétar í Garðabæ og eru mælingar gerðar með tæki sömu tegundar og finna má í Ljósinu.

Við pöntun á tíma skal gefa upp lykilorðið „Ljósberi“ til staðfestingar á því að viðkomandi sé Ljósberi eða aðstandandi.

Allar nánari upplýsingar um mælingarnar og þjónustuna má sjá á vefsíðunni www.corpor.is.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.