Grímur nú skylda í Ljósinu

Til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19 biðjum við alla sem erindi eiga í Ljósið að setja upp grímu þegar komið er í húsakynni okkar.

Verið er að leggja grunninn að fyrirkomulagi í viðtölum og skoða með hvaða móti hægt sé að bjóða upp á viðtöl án gríma.

Einnota grímur eru í afgreiðslu Ljóssins og í þjálfunarsal.

Að setja á sig einnota grímu:

  • Sprittaðu hendur
  • Taktu grímu úr búnkanum
  • Settu á þig
  • Ekki fikta í grímunni

Að taka af sér einnota grímu:

  • Sprittaðu hendur áður en þú tekur niður grímuna
  • Ekki leggja grímuna á sameiginlegan flöt
  • Ef þú leggur á sameiginlegan flöt þarf að sótthreinsa flötinn
  • Farga þarf grímum í sérmerktar fötur sem finna má í afgreiðslu.
  • Sprittaðu hendur

Fjölnota, þriggja laga grímur má nota að hámarki í 4 tíma. Þarf að þvo!

Að setja á sig fjölnota grímu:

  • Sprittaðu hendur
  • Taktu grímu úr hreinum poka
  • Settu á þig
  • Ekki fikta í grímunni

Að taka af sér fjölnota grímu:

  • Sprittaðu hendur áður en þú tekur niður grímuna
  • Ekki leggja grímuna á sameiginlegan flöt
  • Ef þú leggur á sameiginlegan flöt þarf að sótthreinsa flötinn
  • Settu grímu í hreinan poka

Einnota hanskar: Spritt og handþvottur skipta mestu máli. Hanskar notum við í þjálfunarsal og ef verið er að þrífa eftir aðra.

Við minnum einnig alla á að spritta áður en farið er í kaffivélina.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.