Mitt maraþon: Habba fer út að labba og skálar fyrir lífinu.

Okkur berast daglega fréttir af því hvernig fólkið okkar ætlar að haga sínu hlaupi nú þegar Reykjavíkurmaraþoni hefur verið aflýst.

Hrafnhildur í góðra kvenna hóp í maraþoninu í fyrra

Næsta laugardag, 22. ágúst, ætlar Habba að labba sitt maraþon við Ástjörnina í Hafnarfirði milli kl. 13.30-16.00 laugardaginn 22. ágúst.

Nokkrar góðar vinkonur leiða gönguhringinn í kringum Ástjörn og munu leggja af stað við brúna klukkan 14.00 en Jonni bróðir leiðir um klukkustundar göngu í kringum Grísanesið og Ástjörn frá brúnni klukkan 13.30.

Hópurinn minnir á síðuna á hlaupastyrk https://www.hlaupastyrkur.is/hlaupahopar/lid?cid=78695 og að allir þeir sem vilja með geta líka skráð sig til leiks ókeypis og gengið í hópinn hennar: https://www.hlaupastyrkur.is/hlaupid/taka-thatt/

Habba vonast til að geta skálað við sem flesta á þessum tíma en passar auðvitað 2ja metra regluna og aðrar sóttvarnareglur.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.