Eingreiðslur berast til árlegra Ljósavina í dag

Kæru vinir,

Með stuðningi Ljósavina hefur markmið Ljóssins að bæta lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi, bæði við þá sem greinast og aðstandendur þeirra, orðið að veruleika. Í upphafi árs sóttu 500 manns þjónustu Ljóssins í hverjum mánuði, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, þjálfun, handverk og fleira en dagskrárliðir Ljóssins eru yfir 40 talsins. Að auki höfum við með stuðningi Ljósavina bætt við glæsilegum æfingarsal í nýju húsi á Langholtsveg þar sem þjálfarar Ljóssins vinna að því að bæta líkamlega heilsu krabbameinsgreindra frá 16 ára aldri.

Við höfum vaxið hratt og farið í gegnum ótal breytingar síðastliðin 15 ár en með gleði og grósku að leiðarljósi stefnum við lengra.

Stuðningur þjóðarinnar er okkur ómetanlegur!

Í dag sendum við út eingreiðslur í heimabanka árlegra Ljósavina að upphæð 4500 krónur.

Takk enn og aftur fyrir að vera Ljósavinur og taka þannig þátt í að veita krabbameinsgreindum Íslendingum faglega endurhæfingu og stuðning.

Ef þú ert ekki Ljósavinur en vilt taka þátt í að byggja upp endurhæfingu krabbameinsgreindra á Íslandi smelltu þá hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.