Skert þjónusta í Ljósinu frá og með 16. mars 2020 – Vinsamlegast lesið vel

Kæru vinir,

Vegna Covid-19 þarf Ljósið endurhæfingarmiðstöð að skerða starfsemi.

Þar sem við í Ljósinu sinnum stórum hópi fólks sem hefur veikt ónæmiskerfi og er með undirliggjandi sjúkdóma hefur stjórn Ljóssins tekið þá erfiðu ákvörðun að skerða þjónustuna verulega meðan á þessu óvissuástandi stendur.

Við viljum með þessu sýna ábyrgð gagnvart skjólstæðingum okkar og auka smitvarnir í samfélaginu.

Húsnæði Ljóssins verður því lokað frá og með mánudeginum 16. mars og fram að páskum.

Okkur þykir þetta miður en verðum að huga að velferð allra þeirra sem eru hér í þjónustu.

Öll viðtöl sem eru bókuð á morgun, föstudaginn 13. mars, haldast óbreytt.

 

Viðtalstímar í gegnum síma – myndbönd og ráðleggingar á netinu

Okkar fagfólk mun standa vaktina við símann. Hægt er að hringja til okkar á dagvinnutíma í síma 561-3770 og við hvetjum fólk til að gera það.

Þeir sem eiga bókuð viðtöl hjá fagaðila eiga von á símhringingu á þeim tíma sem viðtalið átti að fara fram.

Við förum ekki langt og munum nota tímann til að útbúa myndbönd með léttum heimaæfingum og hvetja ykkur þannig áfram.

Fylgist með í pósthólfunum ykkar, á vefnum okkar og samfélagsmiðlum.

 

Við hvetjum ykkur til að fara í daglega göngutúra og hafa eitthvað að hlakka til á hverjum degi.

Kærleikskveðja frá öllu starfsfólki og stjórn Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.