Hvað þarf maður að taka með sér í Ljósafossinn niður Esjuhlíðar?

Guðný mátar lúffur í Fjallakofanum en eftir lyfjameðferðirnar er hún einstaklega viðkvæm fyrir kulda á höndum

Hvað skal taka með í Ljósafoss? var spurningin sem brann á vörum Guðnýjar Ragnarsdóttur og Sólveigar Kolbrúnar þegar þær mættu í Fjallakofann í gær og ræddu hvað þarf að koma með í Ljósafossinn í dag.

Guðný hefur farið víða fyrir Ljósið þessa viku til þess að vekja athygli á hvað endurhæfingin skiptir gríðarlega miklu máli þegar maður fer í gegnum krabbameinsmeðferð og í dag þakkar hún Ljósinu fyrir þrekið sem hún hefur og nýtir til þess að þvera landið.

Í dag hefur Guðný gengið 550 kílómetra á samtals 19 dögum!

Auðvitað fengum við því Guðnýju með okkur í lið til að fara yfir hvað við þurfum að hafa með okkur og í myndbandinu hér fyrir neðan förum við yfir hvort við megum kaupa mannbrodda í Bónus, er í lagi að nota barða mikla hatta í stað húfu og hvort höfuðljós þurfi að vera ótrúlega birtumikil.

Fyrir okkur öll er einnig gott að hafa smá gátlista og hér kemur listinn hennar Guðnýjar:

  • Ullarnærföt
  • Hlífðarbuxur
  • Hlý primaloft, dúnyfirhöfn, eða lopapeysa undir goretex flík
  • Húfa
  • Góðir vettlingar
  • Broddar
  • Höfuðljós
  • Góða skapið
  • Göngustafir
  • Myndavél/sími

Já og ekki gleyma myllymerkinu bætir Guðný við #ljosafoss2019 og bæta okkur í færslurnar með @ljosid_endurhaefing á Instagram.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest í dag!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.