Glæsileg Camelbak kaffimál til styrktar Ljósinu

Bollarnir, sem koma í hvítu og steingráu, eru sérmerktir Ljósinu. Verð er 4500 krónur.

Í dag afhenti Lilja Björk Ketilsdóttir, vörumerkjastjóri á Heilsu – og íþróttasviði IcePharma Ljósinu virkilega vegleg sérmerkt 400 ml Camelbak mál úr stáli.

Bollarnir, sem halda hita í 6 klukkustundir og kulda í 10 klukkustundir, eru til sölu í móttöku Ljóssins.

„Við ætlum að byrja á að mæta með bollana með okkur upp að Esju á laugardaginn en þá fer fram árlegi Ljósafossinn okkar niður Esjuna fram í 10. skiptið. Við erum alveg sannfærð um að allir þeir sem njóta þess að fara í vetrargöngur vilji eignast svona flott mál og styrkja gott málefni í leiðinni. Svo eru þau líka án allra eiturefna sem skiptir höfuðmáli.“ segir Sólveig markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins.

Lilja Björk frá IcePharma og Sólveig, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins með Camelbak

Við í Ljósinu þökkum IcePharma fyrir frábært samstarf í þessu verkefni og vonum að sem flestir stökkvi á tækifærið að ferðast með rjúkandi heitt kaffið í þessum flottu málum merkt Ljósinu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.