Jólahandverk Ljóssins – Pakkamiðar og pakkaskraut

Fimmtudagana 14. nóvember og 5. desember milli 9:00-12:00 verður Jólahandverk Ljóssins á sínum stað og verða þá settir saman pakkamiðar og pakkaskraut.

Mótað verður fallegt pakkaskraut úr piparkökuleir og Tobba mun leiða hópinn í gegnum hvernig er hægt að gera flotta pakkamiða.

Ef fólk er búið að velja sér jólapappír er sniðugt að koma með hann með sér til þess að samræma merkimiðana við jólapappírinn. Einnig er gott að koma með bökunarplötu með sér til að bera skrautið auðveldlega heim með sér.

Frjáls mæting er í handverkið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.