Alexandra Helga safnaði 600 þúsund krónum fyrir Ljósið

Við segjum það oft í Ljósinu að við séum umkringd dásamlegu fólki sem geri það að verkum að endurhæfingarstarfið blómstri líkt og það gerir.

Alexandra Helga er ein af þeim en í byrjun september ákvað hún að taka til í fataskápnum og halda í Trendport, sem er vettvangur fyrir fólk sem vill selja notaðar flíkur, með það að markmiði að safna pening fyrir Ljósið. Hún lét ekki staðar numið þar heldur ákvað einnig að bjóða upp áritaða treyju eiginmanns síns, Gylfa Sigurðssonar fótboltakappa, og bæta við upphæðina.

Það er óhætt að segja að það hefi gengið vel því í hádeginu í dag leit hún við á Langholtsveginum, fékk að kynnast starfi Ljóssinsr og afhenti Ernu Magnúsdóttur formlega 600 þúsund krónur sem safnast höfðu.

Við sendum Alexöndru, Trendporti og öllum þeim sem ákváðu að leggja góðu málefni lið, okkar bestu þakkir.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.