Góð mæting á fyrirlestur um vegan heilsu

Síðastliðinn föstudag kom Elín Skúladóttir, skipuleggjandi ráðstefnunnar Vegan heilsa, til okkar í Ljósið og flutti erindi um rannsóknir á mataræði og heilsu og hvernig hún hafi breytt um lífsstíl í kjölfar þess að hún greindist með krabbamein. Elín sagði frá bókum og rannsóknum á mataræði í tengslum við krabbamein og meðferðir, og hvernig hún hafi tekið ákvörðun um að fá sérfræðinga til landsins til að fjalla um málefnið svo að fleiri gætu fengið upplýsingar þessu tengdu.

Það er óhætt að segja að það hafi verið góð mæting og greinilegt að vangaveltur um mataræði og krabbamein eru margar. Við hvetjum áhugasama um málefnið á heilsuráðstefnuna Vegan heilsa sem haldin verður í Silfurbergi í Hörpu 16. október 2019. Allur ágóði ráðstefnunnar rennur til Ljóssins.

Nánari upplýsingar og miðakaup eru á heimasíðu ráðstefnunnar www.veganheilsa.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.