Fræðsla – Líkamleg endurhæfing eftir aðgerð á brjósti

Fimmtudaginn 7. nóvember munu þjálfarar Ljóssins bjóða upp á fræðslu fyrir konur sem hafa farið eða eru að fara í skurðaðagerð á brjóstasvæði vegna krabbameins.

Fjallað verður um líkamlega endurhæfingu, hreyfingu og þjálfun og hvað beri að passa upp á í framhaldi aðgerða á brjóstum.

Rætt verður um breytingar sem eiga sér stað á líkamanum og um mögulega fylgikvilla aðgerða á brjóstum eins og örvefsmyndun og mun Kolbrún Lís, sjúkraþjálfari og sérfræðingu í sogæðanuddi, ræða um breytingar í sogæðakerfi.

Einnig verður fjallað um hreyfingu með vefjaþenjara og hvað skuli varast.

Fræðslunni er ætlað að aðstoða konur að bera ábyrgð á eigin líkama og þekkt þau einkenni sem þarf að varast með það að markmiði að auka lífsgæði, sjálfsöryggi og stuðla að eðlilegri hreyfingu lífinu framundan.

Fræðslan hefst klukkan 14:00 og stendur í c.a. klukkustund.

Allar konur sem hafa farið eða eru að fara í skurðaðgerð eru sérstaklega hvattar til þess að mæta. Ekki þörf á að skrá sig.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.