Námskeiðsgjöld felld niður í Ljósinu

Í kjölfar metsöfnunar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár tók stjórn Ljóssins ákvörðun um að leyfa þeim sem sækja endurhæfingu í Ljósið finna strax fyrir velvild þjóðarinnar með því að fella niður öll námskeiðsgjöld Ljósbera þessa önnina.

„Þetta er einstakur árangur og vandfundið að finna svo mikinn samhug.“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, og segir að einnig muni unga fólkinu vera boðið í vinamat sem haldin er reglulega í húsi.

„Við fellum niður öll námskeiðsgjöld þessa önnina; fræðslunámskeið fyrir Ljósbera, námskeið fyrir nýgreinda, karlanámskeiðið, námskeið fyrir endurgreinda, langveika og svo framvegis“ bætir Erna jafnframt við.

Söfnun í Reykjavíkurmaraþoni hefur áður gert okkur kleift að fella niður gjöld í alla líkamsrækt sem Ljósberar hafa verið afar þakklátir fyrir og nú tökum við þetta skrefi lengra.

Að auku mun upphæðin vera notuð í að gera nauðsynlegar breytingar á viðbótarhúsnæði sem flutt verður á lóð okkar á Langholtsvegi í haust.

Við sendum öllum þeim sem hlupu, styrktu og hvöttu enn einu sinni okkar bestu þakkir – Saman gerum við ótrúlega hluti fyrir fólk sem sækir endurhæfingu í Ljósið!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.