Vegan heilsa – heilsuráðstefna

Hvaða áhrif hefur vegan mataræði á heilsu?

Vegan heilsa – er heilsuráðstefna sem verður haldin í Silfurbergi í Hörpu 16.október 2019.

Elín Skúladóttir er skipuleggjandi ráðstefnunnar, Elín greindist með krabbamein og fór í gegnum lyfjameðferð og skurðaðgerð. Á milli lyfjagjafa fór Elín hamförum í eldhúsinu og las sér til um rannsóknir vegan fæðis. Elín mun segja sína sögu um breytingu hennar og fjölskyldunnar yfir í vegan fæði. Elín verður ekki ein og munu fimm aðrir fyrirlesarar vera með erindi.
Allur ágóði af miðasölu rennur til Ljóssins.
Allar nánari upplýsingar og miðakaup eru á heimasíðu ráðstefnunnar www.veganheilsa.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.