Við leitum að starfsmanni

Ljósið óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku og handverk í 100% starf en viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi kunnáttu og áhuga á handverki, tilfallandi tölvuvinnu, sé góður í mannlegum samskiptum, heiðarlegur og vinnusamur.

Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.
Í Ljósinu starfar þverfaglegur hópur sem er samheldinn og vinnur náið saman. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum. Allir starfsmenn taka þátt í uppbyggingu og þróun.

Fyrirspurnir um starfið veitir Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir yfiriðjuþjálfi

Umsóknir berist til forstöðumanns Ljóssins, Ernu Magnúsdóttur, erna[hjá]ljosid.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.