Ljós í glugga | Átak

Í dag hrindum við að stað litlu átaki með stórt hjarta.

Er við göngum við inn í dimmustu daga ársins er gott að umvefja sig ljósi og kærleik en það er einmitt hugmyndin á bak við Ljós í glugga. Næstu vikuna langar okkur í Ljósinu því að biðja ykkur að hjálpa okkur að lýsa upp myrkrið fyrir þá sem á þurfa að halda og minna okkur öll í leiðinni á að njóta alls þess sem þessi góði tími ársins færir okkur – þó hann sé dimmur megum við vera bjartsýn.

Til að taka þátt þá farið þið á Ljós í glugga viðburðinn okkar á Facebook með að smella hér. Það eitt að merkja þátttöku gerir það að verkum að þínir vinir sjá að þér er málefnið þér hugleikið.

Því næst stendur þér til boða að taka frekar þátt með því að:
#1: Setja ljós í glugga
#2: Taka mynd
#3: Deila með okkur hér í viðburðinum eða á þínum Facebook vegg með merkinu #ljosiglugga.

Með þessu mótu minnum við hvert annað á að krabbamein snertir alla og með samhug og stuðningi líður okkur öllum betur.

Einnig er hægt að setja mynd á Instagram og merkja með #ljosiglugga

Dreifum birtunni og ylnum í svartasta skammdeginu.
Látum ljósið ganga – Setjum ljós í glugga.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.