Námskeið á vorönn 2018

Nú er vorönninn að fara á fullt hjá okkur, dagskráin fullmótuð og allir í startholunum að byrja. Fjöldinn allur af fræðslunámskeiðum er að hefjast þar sem reynt er að koma til móts við þarfir allra.

Markmiðið með námskeiðum Ljóssins er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda. Unnið er markvisst að því að efla lífsgæðin í öruggu og styðjandi umhverfi. Stór hópur fagaðila kemur að námskeiðunum. Skráning er hafin í síma 561-3770

Námskeið sem eru í boði í Ljósinu á haustönn 2017.

Hefst 22. janúar – Núvitund 

Hefst 24. janúar – Aðstandendur 20 ára og eldri

Hefst 1. febrúar – Fræðsla fyrir nýgreint ungt fólk

Hefst 2. febrúar – Fræðsla fyrir nýgreindar konur eldri

Hefst 2. febrúar – Greindir í annað sinn

Hefst 6. febrúar – Fræðsla fyrir karlmenn

Hefst 5. febrúar – Að finna innri ró

Hefst 7. febrúar – Aftur til vinnu eða náms 

Hefst 15. febrúar – Aðstandendur – Börn 6-13 ára

Hefst 21. febrúar – Fræðsla fyrir langveika

 

Hjóna og paranámskeið verður auglýst síðar

Ungmenni 16-20 ára. Auglýst síðar

 

Ljósið er að auki með marga stuðningshópa.

Jafningjahópar, aldursskipt sjá nánar hér.

Ungir makar

Strákamatur

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.