Ungir makar, jafningjahópur að fara af stað.

Undanfarin ár hefur verður starfræktur jafningjahópur í Ljósinu fyrir unga maka sem eiga það sameiginlegt að eiga maka sem greinst hefur með krabbamein. Þessi hópur hefur gefist mjög vel og styrkt aðstandendur og skapað grundvöll fyrir maka krabbameinsgreindra til að ræða þau fjölmörgu verkefni sem glímt er við dags daglega. Hópurinn starfar undir leiðsögn Krístínar Óskar sálfræðing Ljóssins.  Næsti fundur verður mánudaginn 25. september frá kl. 17 -18:30 í Ljósinu við Langholtsveg. (sjá nánar hér)

Ef þú ert maki á aldrinum 20-45 ára og myndir vilja kynna þér þetta frekar viljum við gjarnan heyra frá þér í síma 561-3770 eða með því að fá frá þér tölvupóst á ljosid@ljosid.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.