Ljósinu afhent málverk af Ljósinu.

Eins og margir vita er myndlist einn af föstu liðum handverksins í Ljósinu og þar ná magir að gleyma sér og næra listagyðjuna í sér í því annars erfiða verkefni sem þeir fást við.  Í myndlistahópnum leynast ótrúlega miklir snillingar og þar hafa fjölmargir einnig uppgötvað myndlistahæfileika sem þeir höfðu ekki hugmynd um að þeir byggju yfir.

Á haustdögum tók Ljósið þátt í Heilsu- og lífsstílssýningu sem fram fór í Hörpu. Á þessari sýningu var flottur hópur Ljósbera sem skipti á milli sín viðveru á sýningunni og málaði saman og til skiptis ofurfallega mynd af Ljósinu eftir ljósmynd. Hópurinn tók sér einnig smá skáldaleyfi og túlkað alla þá miklu grósku og líf sem finna má í Ljósinu í fallegum gróðri fremst á myndinni.

Myndin góða var afhent formlega í Ljósið nú fyrir skömmu með undirskrift allra þeirra sem komu að því að mála myndina en það voru; Árni Svavarssson, Hulda Linda Stefánsdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Oddný Gunnarsdóttir og Sigrún Marinósdóttir.

Á málverkinu, sem búið er að finna góðan samastað hér í Ljósinu, má jafnframt finna þessa fallegu vísu.

,, Efldu mátt og sýndu sátt,
taktu ei þátt í hinu grimma.
Hafðu hátt fyrir þá sem eiga bágt,
kveiktu ljós þar sem er að dimma. –
höf: Sigríður Klingenberg

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.