Fyrirlestur um kryddjurtaræktun

Nú þegar sumarið heldur loks innreið sína fara margir að gramsa í mold og gróðri og finna gjarnan frið og ró við þá iðju. Sumir eru reyndar löngu byrjaðir.  Þriðjudaginn 25. apríl kl. 14 fáum við góða heimsókn frá miklum kryddjurtagúru, en þá mun Auður Rafnsdóttir koma og halda fyrir okkur fyrirlestur um ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar kemur að kryddjurtaræktun heima við.

Auður hefur áður gefið út bókina ,, Kryddjurtarækt fyrir byrjendur“  og er því ýmsum hnútum kunnug þegar kemur að þessum efnum.

Það er fátt notalegra en að klípa nokkur blöð af basiliku, kóríander eða minntu af plöntum sem maður hefur sjálfur ræktað heima í eldhúsglugganum og nota í matargerð. Við hvetjum því alla sem tök hafa til að koma og kynna sér þessa skemmtilegu og gefandi iðju.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.