Slæður og hárkollur

Við í Ljósinu leitumst sífellt við að bæta þjónustu okkar við krabbameinsgreinda og koma til móts við þær þarfir sem við finnum að okkar fólk vill uppfylla.  Í því ljósi munum við nú bjóða upp á þjónustu í tengslum við hárkollur og höfuðföt.  Sigrún Marinósdóttir hárgreiðslumeistari verður á staðnum á mánudögum frá kl. 13-14:30 og aðstoðar við val á hárkollum, mátun á þeim og jafnvel snyrtingu ef viðkomandi vill. Jafnframt mun hún kenna að binda slæður á flottan hátt og eins aðstoða við hárrakstur eftir lyfjameðferð fyrir þá sem það kjósa. Þjónustan er Ljósberum að kostnaðarlausu en jafnframt vekjum við athygli á að í Ljósinu er hægt að fá hárkollur og höfuðföt gegn vægu gjaldi.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.