reynisvatn28. september: Reynisvatn

Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst við Sæmundarskóla í Grafarholti. Ekinn er Vesturlandsvegurinn þar til komið er að mislægu gatnamótunum sem liggja yfir í Grafarholt. Við beygjum þá til hægri inn á Reynisvatnsveginn og síðan aftur til hægri inn Jónsgeisla við fyrsta hringtorg sem komið er að. Þegar við komum að Krosstorgi, sem er næsta hringtorg á leið okkar, er tekinn síðasta afrein og ekið inn á Gvendargeisla. Þá fljótlega blasir Sæmundarskóli við.

Reynisvatn er gríðarlega vinsælt útivistarsvæði höfuðborgarbúa. Þar er fjöldi göngustíga svo við verðum ekki í vandræðum með að finna góðan hring.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.