Út fyrir kassann – námskeið fyrir 14-16 ára

WebSjálfstyrking fyrir 14 – 16 ára ungmenni sem eiga aðstandendur með krabbamein.

Ljósið fer nú í samvinnu við fyrirtækið „Út fyrir kassann“ og býður upp á námskeið sem ætluð eru ungmennum 14-16 ára sem eiga aðstandendur með krabbamein.

Námskeiðið verður á þriðjudögum kl. 19:30-21:00 í fjórar vikur og hefst 25. október.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir munu annast kennsluna en námskeiðið byggja þau meðal annars á bókunum sínum Stelpur (2015) og Öflugir Strákar (2016). Áhersla verður lögð á kennslu í gegnum fyrirlestra, verkefnavinnu, upplifun og fjörefli.

Markmiðið er að þátttakendur verði öruggari með sig og að þau læri að draga fram það besta í sjálfum sér. Námskeiðinu verður stundum kynjaskipt og þá kennir Kristín stelpunum en Bjarni strákunum. Notast verður við leiki, verkefni, örfyrirlestra og bækurnar þeirra ásamt opinni og frjásri umræðu.

Lögð verður áhersla á hugtakið sjálfsmynd og að þátttakendur læri að þekkja eigin sjálfsmynd ásamt því að kunna leiðir til þess að hafa jákvæð áhrif á hana.

Í lok síðasta tímans verður foreldrum/forráðamönnum boðið á fund þar sem farið verður yfir það hvernig best sé að fylgja efni námskeiðsins eftir.

 

Dagskrá:

  • 25 okt – Leiðtoginn og vertu þinnar gæfusmiður
  • 01. nóv – Samvinna og samskipti
  • 08. nóv – Besta útgáfan
  • 15. nóv – Sjálfsrækt og venjur

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.