Formleg opnun á nýrri viðbyggingu

opnun_2016.jpg
Erna Magnúsdóttir ásamt Þórði og Auðunn, sem eru upphafsmenn af söfnuninni fyrir Ljósið
 

 Fimmtudaginn 25.febrúar sl komu Líknar-og styrktarsjóður Oddfellowreglunnar í Ljósið og var formleg afhending á viðbyggingu og breytingum á húsnæðinu okkar. (Fleiri myndir hér) Margir góðir gestir mættu á svæðið og þökkum við þeim innilega fyrir komuna. Það komu gjafmildir gestir og má þar nefna Guðmund Sigurjónsson sem gaf kr. 500.000,- 95 ára gamall maður sem var bankastjóri í húsinu ásamt því að búa á efri hæð hússins í gamla daga. Guðrún Högnadóttir sem gaf 250.000 til kaupa á húsgögnum í "betri stofuna", Oddfellowar gáfu einnig fallegt málverk og því fylgdi þetta ljóð sem á svo vel við starfsemi Ljóssins.

 Vonin
Vonina áttu
Ekki sleppa, haltu fast.
Dreymdu drauma
og vittu til,
þeir munu rætast.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.