Áhugaverðir fyrirlestrar í Ljósinu

elin.small.jpg  " Innra Frelsi eða fjötrar"

 

Erindi: Elín Jakobsdóttir

Miðvikudaginn 26. nóv. kl. 14:00-15:15

Fjallað verður um meðvirkni og stjórnun, áhrif þess á okkur sjálf og áhrif þess í samskiptum við aðra. Með skilningi og viðhorfsbreytingu getum við losað okkur undan áhrifum þessa vana, orðið frjáls undan eigin fjötrum, okkur sjálfum og öðrum til mikillar blessunar.

sigrn_okt2014_minni.jpg

"Heilunarmáttur hugleiðslu"

Erindi: Sigrún Olsen

Miðvikudaginn 3. des kl. 14:00-15:15

Í fyrirlestrinum verður sérstök áhersla lögð á að nýta heilandi mátt hugleiðslunnar til að græða gömul sár fortíðarinnar og hjálpa okkur að verða heil og frjáls á ný.

 

  ATH! það þarf að skrá sig á fyrirlestrana – Skráning í síma 5613770

  Fyrirlestrarnir eru ókeypis

Ljósið hefur í mörg ár verið í góðri samvinnu við hugleiðsluskólann Lótushús sem býður upp á fjölbreytt námskeið og fyrirlestra í hugleiðslu og
sjálfsstyrkingu fyrir alla sem vilja hlúa vel að sjálfum sér og auka sinn innri frið og styrk.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.