Viltu efla þrek og þol – og ganga með skemmtilegu fólki

 

gonguhopur.jpg
Kynningarfundur í Ljósinu um mikilvægi göngu /hreyfingu og þeim gönguhópum sem Ljósið býður uppá.
mánudaginn 3. febrúar kl. 11:00 í Ljósinu

Allir velkomnir.

Atli Már Sveinsson íþróttafræðingur mun stýra röskari göngunni fyrir Ljósið á mánudögum og miðvikudögum en Guðrún Ýr Birgisdóttir – fitnesskennari mun áfram stýra hægari göngu á þriðjudögum og fimmtudögum. Við erum að bjóða ennþá betri þjónustu
Endilega komið og heyrið fræðslu um mikilvægi hreyfingar – göngu.
Þau tvö ásamt Hauki sjúkraþjálfara taka vel á móti ykkur.
Takið gönguskóna með.


Hreyfing hefur margvísleg jákvæð áhrif á líkamann og stuðlar að:

  •  Sterkari hjartavöðva
  •  Auknu þoli
  •  Lægri blóþrýstingi
  •  Jákvæðum áhrifum á blóðfitu
  •  Auðveldar þyngdarstjórnun
  •  Minni hættu fullorðinssykursýki
  •  Betri almennri líðan


Hreyfing er einnig talin forvörn gegn:

  •  Beinþynningu
  •  Þunglyndi
  •  Liðagigt
  •  Félagslegri einangrun

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.