Fyrirlestur – Streitulaust líf

heilsa_hugur_lkami.jpg

Föstudaginn 2.sept. kl: 10.30

Snýst líf þitt um að ná endum saman?
Einkennist líf þitt af þreytu og streitu?
Áttu erfitt með að einbeita þér og ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur?

Lifðu því lífi sem þú átt skilið. Lærðu að stjórna tilfinningum þínum, finndu styrkleika þína og hvað aftrar þér í að ná settum markmiðum.

Streita er ein algengasta orsök sjúkdóma bæði hér á landi og annars staðar. Margir sem upplifa mikla streitu kenna álagi og áhyggjum um. Það er ekki hin raunverulega orsök streitunnar heldur fremur hvernig þú velur að upplifa hana. Það er engin tilviljun sem stýrir því að sumir upplifa meiri streitu en aðrir. Helga frá HMB mun hjálpa þér að uppgvöta mátt hugans og hvað þú getur gert til nota þann mátt á sem áhrifaríkastan hátt til að losa um streitu. Helga hefur verið med fyrirlestra og námskeið um heilsu- og hugarfarsbreytingar í liðlega áratug í Dubai þar sem hún býr og starfar.
 
Helga M. Bergsteinsdóttir
Heilsu og iþrottafrædingur
BA I naeringar og iþróttafrædi fra Iþróttaháskólanum í Stokkhólmi
NLP Master Practitioner med prófskirteini frá Paul Mckenna og Richard Bandler (founder of NLP)
BA í Sálfræði frá Háskólanum í Stokkhólmi

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.