Viðtöl við fagaðila

Iðjuþjálfi

Upphaf endurhæfingarinnar felst í að fara í viðtal hjá iðjuþjálfa (og sjúkraþjálfara). Iðjuþjálfinn hjálpar þér við að raða saman dagskrá sem hentar þér í endurhæfingarferlinu.

Sjúkraþjálfari/Íþróttafræðingur

Viðtal við sjúkraþjálfara Ljóssins er eitt af fyrstu skrefunum í endurhæfingar- ferlinu hjá okkur og forsenda þess að vera í líkamlegri endurhæfingu undir handleiðslu þjálfarateymisins.

Næringarfræðingur

Í viðtalinu við næringarfræðing er leitað leiða til að bæta mataræði.

Markþjálfi

Með því að fara í markþjálfun þar sem byggt er á heiðarleika og þínu eigin gildismati, hefur þú sjálfur bæði jákvæðari og varanlegri áhrif á viðhorf þitt, hegðun og framkvæmdavilja.

Sálfræðiráðgjöf

Margir glíma við andlega erfiðleika einhvern tímann á ævinni, meðal annars þunglyndi, kvíða og neikvæða sjálfsmynd. Hjá Ljósinu starfar sálfræðilegur ráðgjafi sem er með sérþekkingu á meðferð við kvíða, þunglyndi og streitu.

Fjölskyldu- meðferðarfræðingur

Í boði eru aðstandendaviðtöl fyrir börn, ungmenni og fullorðna.