Valkyrjur – Yngri jafningjahópur

Í Ljósinu er starfandi jafningjahópur fyrir konur á aldrinum 45-55 ára sem greinst hafa með krabbamein. Hópurinn kallar sig Valkyrjur og hefur verið starfræktur frá vorönn 2016 undir leiðsögn Guðnýjar Katrínar iðjuþjálfa.

Reynsla okkar sýnir fram á mikilvægi þess að skapa vettvang fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum svipaða lífsreynslu til að koma saman og deila upplifun sinni. Að hitta jafningja, sem hafa innsýn í líðan, hugsanir og þau líkamlegu einkenni sem eru fylgifiskar krabbameins, getur hjálpað til við að takast á við nýjan veruleika.

Markmiðið með hópnum er að er að hitta aðra sem eru í svipaðri stöðu og  gera eitthvað skemmtilegt saman. Einnig að vera stuðningur fyrir hvor aðra, deila reynslu og miðla góðum ráðum, fá fræðslu og ráðgjöf frá fagaðilum og njóta samveru með skemmtilegu fólki.

Hópurinn hittist kl 13:00 á þriðjudögum ýmist í Ljósinu eða úti í bæ.

Vekjum einnig athygli á lokuðum hópi Valkyrja á Facebook þar sem upplýsingar um næstu fundi og fleira skemmtilegt er að finna.

Hópurinn verður í umsjá Guðnýjar Katrínar iðjuþjálfa og Þórunnar Bjarkar.

Valkyrjur hittast eftirfarandi daga á vorönn 2017
31. janúar— Opin fyrirlestur um núvitundarnámskeið—Gunnar Friðriksson
7. febrúar— Valkyrjur
28. febrúar—Opin fyrirlestur/fræðsla. sameiginlegt – Hláturjóga
7. mars—Valkyrjur
28. mars—opin fyrirlestur eða fræðsla-sameiginlegt – Næring, Rannveig Björnsdóttir næringarfræðingur
4. apríl—Valkyrjur – Súrdeigsfræðsla í Ljósinu
25. apríl—Opin fræðsla/fyrirlestur- sameiginlegt
2. maí—Valkyrjur – heimsókn í Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og kaffisopi á eftir
23. maí—Opin fræðsla/fyrirlestur

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Konur 45-55 ára sem greinst hafa með krabbamein

Hvenær: Einu sinni í mánuði, þriðjudag kl. 13:00

Hvar:  Í Ljósinu eða úti í bæ

Umsjón: Guðný Katrín, iðjuþjálfi og Þórunn Björk