Útivist – krefjandi ganga með Ljósinu

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins alla miðvikudaga.

Farið verður frá Ljósinu kl. 12:30 en einnig verður hægt að mæta beint á það bílastæði sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13:00. Yfir vetrartímann eru allar göngur með fyrirvara um breytingu vegna veðurs en dagskrá gönguhópsins má skoða hér neðar.

Einnig er hægt er að fylgjast með dagskránni á Facebook hópnum Útivistarhópur Ljóssins. 

Æskilegt er að þátttakendur geti gengið rösklega í u.þ.b 90 mínútur.

Umsjón með hópnum hefur Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfari.

 

Miðvikudagurinn 25. október

Helgafell í Mos. – Skammadalur

Hittumst í Ljósinu kl. 12.30 og sameinumst í bíla eða kl. 13.00 á stóra bílastæðinu rétt innan við Þingvallaafleggjarann kl. 13.00. Að þessu sinni göngum við umhverfis Helgafellið og kíkjum á gömlu, sætu sumarhúsin í Skammadalnum. Kaffisopi og létt spjall að lokinni göngu. Hlökkum til að sjá ykkur.

Gott að hafa góða skapið með í för.

Helstu upplýsingar

Miðvikudagar kl. 12:30 við Ljósið, gengið af stað kl. 13:00

Umsjón: Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfari