Útivist – krefjandi ganga með Ljósinu

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins alla miðvikudaga.

Farið verður frá Ljósinu kl. 12:30 en einnig verður hægt að mæta beint á það bílastæði sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13:00. Yfir vetrartímann eru allar göngur með fyrirvara um breytingu vegna veðurs en dagskrá gönguhópsins má skoða hér neðar.

Einnig er hægt er að fylgjast með dagskránni á Facebook hópnum Útivistarhópur Ljóssins. 

Æskilegt er að þátttakendur geti gengið rösklega í u.þ.b 90 mínútur.

Umsjón með hópnum hefur Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfari.

 

Miðvikudagurinn 10. október

Hvaleyrarvatn

Keyrum fram hjá hestamiðstöð Íshesta í Hafnarfirði og niður að fyrsta bílastæði við Hvaleyrarvatn.  Hittumst í Ljósinu kl. 12:30 til að sameinast í bíla eða eins og áður sagði við Hvaleyrarvatn.  Tökum góðan hring og förum með hann heim.

Þessi göngutúr var valin með tilliti til alveg sérstaklega góðs kaffihúss.

Klæða sig eftir veðri, göngustafir og vatn í flösku alveg tilvalið.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Helstu upplýsingar

Miðvikudagar kl. 12:30 við Ljósið, gengið af stað kl. 13:00

Umsjón: Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfari