Tag: ljósið

19
mar
2020

Ekki gleyma botninum!

Víða er að finna hvata til hreyfingar á samskiptamiðlum, nú á tímum sóttkvíar og einangrunar. Margir sem starfa við þjálfun sjá tækifæri í fjarþjálfun til að mæta breytingum á þörfum og starfsumhverfi. Þetta er hið besta mál og munum við þjálfarar í Ljósinu einnig taka til hendinni og setja inn myndbönd til að mæta þörfum okkar skjólstæðinga sem eru oft

Lesa meira

4
feb
2020

Endurhæfing krabbameinsgreindra í 15 ár | Pistill frá Ernu Magnúsdóttur

Í dag 4. febrúar er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Í tilefni þess er vert að rifja upp sögu Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda, en í ár fögnum við 15 ára afmæli. Tildrög þess að Ljósið varð til má rekja aftur til ársins 2004. Undirrituð hafði þá gengið lengi með þá hugmynd í maganum að koma á fót endurhæfingarmiðstöð fyrir utan veggi

Lesa meira

26
jún
2019

Vegan heilsa – heilsuráðstefna

Hvaða áhrif hefur vegan mataræði á heilsu? Vegan heilsa – er heilsuráðstefna sem verður haldin í Silfurbergi í Hörpu 16.október 2019. Elín Skúladóttir er skipuleggjandi ráðstefnunnar, Elín greindist með krabbamein og fór í gegnum lyfjameðferð og skurðaðgerð. Á milli lyfjagjafa fór Elín hamförum í eldhúsinu og las sér til um rannsóknir vegan fæðis. Elín mun segja sína sögu um breytingu

Lesa meira

21
jan
2019

Gjöf frá góðu fólki

Í dag færðu aðstandendur Evu Örnólfsdóttur Ljósinu að gjöf tvær over-lock saumavélar, kvengínu, straujárn og ermastraubretti auk fleiri verkfæra til nota í saumahorninu okkar, í minningu Evu. Eva sótti mikla fræðslu, afþreyingu og hreyfingu til okkar en þótti hvað skemmtilegast að mæta á saumanámskeiðin enda mikil hannyrðakona allt sitt líf. Það er von þeirra að með gjöfinni geti enn fleiri

Lesa meira

12
des
2018

Jólapeysuvika Ljóssins

Það er glatt á hjalla hjá okkur í Ljósinu flesta daga en þessa vikuna hleypum við enn meiri hlátri inn með árlegu jólapeysu vikunni okkar. Það er eitthvað skemmtilegt sem gerist þegar starfsfólk og ljósberar mætast jólaskrúðanum og í gær tókst okkur að fanga nokkur slík augnablik þegar vinir okkar hjá Instamyndum lánuðu okkur myndaklefa. Sjón er sögu ríkari!

30
nóv
2018

Takk fyrir komuna | Aðventukvöld Ljóssins 2018

Það var fullt út að dyrum hjá okkur á miðvikudaginn þegar ljósberar og aðstandendur fjölmenntu á árlega aðventukvöldið okkar. Við sendum okkar björtustu og hlýjustu þakkarkveðjur fyrir komuna. Hér eru svo nokkrar myndir frá kvöldinu góða.

20
nóv
2018

Best að vera fremst eða aftast

Rakel, Sara Líf, Arnar Leó og Karítas Mía eru kraftmikil fjölskylda sem ber hlýjar taugar til Ljóssins. Rakel er dóttir Þorsteins Jakobssonar sem er forsprakki Esjugöngunnar og því eiga þau ekki langt að sækja ævintýraþránna og drifkraftinn. Í tilefni Ljósafossins okkar niður Esjuna kíktu þau við hjá okkur á Langholtsveginum og spjölluðu við okkur um afhverju þau taka þátt á

Lesa meira

19
nóv
2018

Ljósablaðið 2018

Ferðalög ljósbera, samvinna við Barnaspítalann og fyrsta heimsókn heilbrigðisráðherra í Ljósið eru meðal spennandi umfjöllunarefna 12. útgáfu Ljósablaðsins sem nú er komin út. Þar má einnig finna greinar eftir fagfólk Ljóssins, viðtöl við Ljósbera, brot úr  verkefnum og viðburðum sem Ljósið hefur staðið fyrir og tekið þátt í frá því að síðasta blað kom út. Blaðið er á leiðinni til

Lesa meira

25
okt
2018

Sultu- og jólakortasala á vegum Bergmáls í Ljósinu

Fimmtudaginn 1. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinssjúkum.  Heimsókn þeirra er jafnframt liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa. Þetta er í

Lesa meira

25
okt
2018

Jafningjahópur fyrir unga maka

Þriðjudaginn 13. nóvember hefst að nýju jafningjahópur fyrir unga maka.  Markmiðið með þessum hópi er að gefa mökum þeirra sem greinst hafa með krabbamein, tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum og tjá sig, en nánustu aðstandendur hafa oft á tíðum mikla þörf fyrir stuðning af þessu tagi. Til að byrja með verða skiptin fjögur, þ.e. á þriðjudögum frá

Lesa meira