Tag: krabbameinsgreindir

23
maí
2018

Lyklakippan Lüx til styrktar Ljósinu

Í frumkvöðlaáfanga í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ tóku þrjár ungar stúlkur sig til og hönnuðu og létu framleiða fyrir sig lyklakippu úr birkikrossvið. Á lyklakippuna er búið að skera út orðið ,,Bellator“ sem er latneska og þýðir hetja. Ástæðan fyrir valinu á þessu orði er sú að það er einkennandi fyrir þá sem eru að kljást við krabbamein. Allur ágóði af sölu

Lesa meira

18
maí
2018

Símasöfnun fyrir Ljósið

Heil og sæl Vegna mikillar aukningar í Ljósið þetta árið leitum við nú eftir stuðningi landsmanna. Endurhæfing- og stuðningur eykur lífsgæði og virkni í daglegu lífi krabbameinsgreindra og frjáls framlög eru okkar líflína til að halda þeirri starfsemi áfram og vaxa í takt við aukna aðsókn. Því er hafin símasöfnun til að efla endurhæfingu- og stuðning fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur

Lesa meira

17
maí
2018

Virkjaðu orkuna til lífsgæða og árangurs – námskeið

Miðvikudaginn 23. maí n.k. verður boðið upp á tveggja tíma námskeið í Ljósinu og ber námskeiðið yfirskriftina ,,Virkjaðu orkuna til lífsgæða og árangurs“.  Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum að nota dagbók til að hjálpa við forgangsröðun og minnka þannig líkur á að álag og stress taki völdin. Markmiðið er að hámarka líkur á að hver dagur verði

Lesa meira

8
maí
2018

Fyrirlestur um ræktun mánudaginn 14. maí kl. 14

Þriðjudagsfyrirlesturinn flyst yfir á mánudag nú maí en það er alltaf gott að breyta aðeins til. Það er garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, Gurrý sem kemur til okkar mánudaginn 14. maí kl. 14 og hún ætlar að fjalla um matjurta – og grænmetisræktun kannski með smá sumarblóma ívafi. Allir sem hafa gaman af því að moldvarpast eru hvattir til að mæta því

Lesa meira

8
maí
2018

Málþing um endurhæfingu

Ljósið var einn af þeim aðilum sem stóðu að málþingi um endurhæfingu krabbameinsgreindra sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 3. maí sl.  Þetta er í fyrsta sinn sem allir þeir sem standa að endurhæfingu krabbameinsgreindra koma saman og ræða málin opinskátt. Allir endurhæfingaraðilarnir eru sammála því að mikil þörf sé á að samræma og skilgreina allt ferlið þegar

Lesa meira

25
apr
2018

Skokkhópur Ljóssins fer af stað

Næsta mánudag, þann 30. apríl verður kynning á skokkhóp Ljóssins. Það eru þær Camilla sjúkraþjálfari og Edda Dröfn Eggertsdóttir hlaupari sem munu halda utan um hópinn og hitta áhugasama og kynna næstu skref. Við hvetjum þá sem lengi hafa haft hug á að byrja að hlaupa og koma og vera með.  Skokkhópurinn getur einnig verið góður undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon í

Lesa meira

29
mar
2018

Lokað um páskana

Ljósið er lokað um páskana sem hér segir: Fimmtudagurinn 29. mars – skírdagur – lokað Föstudagurinn 30. mars – föstudagurinn langi – lokað Mánudagurinn 2. apríl – annar í páskum – lokað Hafið það gott yfir hátíðirnar Gleðilega páska.    

22
feb
2018

Þriðjudagsfyrirlesturinn 27. febrúar – Ingvar Jónsson

Í alla vetur höfum við í Ljósinu verið svo lánsöm að fá til okkar fjölbreyttan hóp fyrirlesara og hafa umræðuefnin verið fjölmörg og fræðandi.  Næstkomandi þriðjudag, þann 27. febrúar mun Ingvar Jónsson, alþjóða markaðsfræðingur, markþjálfi og höfundur bókarinnar ,,Sigraður sjálfan þig“ koma og vera með okkur. Ingvar þekkir á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara

Lesa meira

12
feb
2018

Fræðslunámskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein

Miðvikudaginn 21. febrúar hefst námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein. Námskeiðið er einu sinni í viku á milli kl. 14-16 og stendur í átta vikur. Þar verður farið í ýmis gagnleg atriði og m.a hvernig hægt er að auka jafnvægi í daglegu lífi, virkni og vellíðan.  Hér er hægt að lesa meira um námskeiðið. Námskeiðið hefur fengið mjög góða dóma

Lesa meira

7
feb
2018

Líkamleg endurhæfing eftir brjóstaaðgerð – fyrirlestur

Mánudaginn 12. febrúar kl. 11 verður fræðslufundur í Ljósinu fyrir fólk sem fengið hefur brjóstakrabbamein. Farið verður yfir helstu fylgikvilla brjóstaaðgerða, hvernig sogæðakerfið er uppbyggt og fyrirbyggjandi ráðleggingar gefnar gegn sogæðabjúg á handlegg. Einnig verður kynntur æfingahópur sem kallaður er B hópurinn. Í þeim hóp eru konur sem greinst hafa með brjóstakrabbameina og æfa saman undir handleiðslu sjúkraþjálfara í tækjasal

Lesa meira