Tag: Krabbamein

17
mar
2017

Kynning á vörum frá Stoð

Miðvikudaginn 22. mars n.k. ætla starfsmenn Stoðar að koma til okkar í Ljósið, Langholtsvegi 43 og vera með kynningu á gervibrjóstum, bæði álímdum og fyrir vasa.  Jafnframt verða sýnishorn af sundbolum, brjóstahöldurum og bolum á staðnum og því hvetjum við þær sem vilja, að koma og kynna sér og skoða þær vörur sem Stoð hefur uppá að bjóða. Kynningin hefst

Lesa meira

14
mar
2017

Ungir makar

Við vekjum athygli á að jafningjahópurinn ungir makar hittist annan hvern mánudag kl. 17 í Ljósinu. Þessi hópur er fyrir einstaklinga á aldrinum 20-45 ára og eiga maka sem glímir við krabbamein.  Kristín Ósk sálfræðingur Ljóssins heldur utan um hópinn. Næsti fundur er mánudaginn 20. mars og stendur frá kl. 17-18:30 Ef þú hefur áhuga á að vera með og

Lesa meira

28
feb
2017

Öskudagur í Ljósinu

Á öskudaginn ætlum við í Ljósinu að gera okkur smá dagamun og hafa gaman saman. Við hvetjum fólkið okkar til að koma í búningum, jafnvel láta gamla drauma rætast og mæta sem Súperman eða Mjallhvít, býfluga eða banani. Starfsfólkið ætlar að skipta um hlutverk og vera í búningum, grínast smá og baka vöfflur eins og stundum er gert á öskudag. Hlökkum

Lesa meira

23
feb
2017

Hláturfyrirlestur

Þriðjudaginn 28. febrúar næst komandi mun Þórdís Sigurðardóttir, markþjálfi og hláturmarkþjálfi vera með kynningu á hláturþema og mun fyrirlesturinn byggja á leik og fræðsluinnskotum. Við munum meðal annars velta fyrir okkur hvað hlátur getur gert fyrir okkur, ræðum þrjár mýtur um af hverju við hættum að hlægja og jafnvel gera hláturæfingar, hláturslökun og hláturhugleiðslu. Áhersla verður lögð á að við leikum

Lesa meira

15
feb
2017

Góðir gestir í heimsókn

Ljósið bauð starfsfólki krabbameinsdeilda Landspítalans í heimsókn þriðjudaginn 14. febrúar sl. Það er ánægjulegt að segja frá því að um 40 manns mættu og hlýddu á kynningar á starfsemi Ljóssins ásamt því að skoða húsakynnin og bragða á okkar gæðamat. Landsspítalinn er stærsti samstarfsaðili Ljóssins og benda fólki á endurhæfinguna og stuðninginn sem hér fer fram. Við þökkum öllum sem

Lesa meira

25
jan
2017

Fyrirlestur um núvitund

Þriðjudaginn 31. janúar ætlar Gunnar L. Friðriksson, núvitundarkennarinn okkar vera með fyrirlestur um kosti þess að stunda núvitund. Rannsóknir sýna að iðkun á núvitund (mindfulness) geti aukið andlega og líkamlega vellíðan, bætt athygli, minni og einbeitingu. Jafnframt getur það hjálpað við að minnka stress, þunglyndi, kvíða og svefnvandamál og auðveldað okkur að takast á við ákoranir og verkefni í lífinu.

Lesa meira

23
jan
2017

Aðstandenda námskeið 20+

Ljósið hefur um langt skeið haldið námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra, 20 ára og uppúr. Á námskeiðinu er skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 25. janúar kl. 16:30 í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi 43. Frekari upplýsingar

Lesa meira