Tag: fjölskylda

11
apr
2018

Námskeið fyrir aðstandendur 17-20 ára

Mánudaginn 23. apríl fer af stað námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða 5 skipti frá kl. 19:30 – 21:30 fyrir fólk á aldrinum 17-20 ára. Á námskeiðinu sem byggt er upp á skemmtilegu hópastarfi og fræðslu mun verða leitast við að efla sjálfstraust þátttakenda, læra að takast á við erfiðleika, minnka streitu og slaka á og síðast

Lesa meira

16
feb
2018

Námskeið fyrir 14-16 ára aðstandendur krabbameinsgreindra

Mánudaginn 19. febrúar hefst námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða ungmenni á aldrinum 14-16 ára. Á þessum aldri eiga sér of miklar breytingar stað og því nauðsynlegt að geta boðið upp á stuðningsnámskeið fyrir þennan aldurshóp þegar lífið bankar uppá með krabbamein hjá nánum aðstandanda. Námskeiðið sem verður í fimm hlutum er mótað með það fyrir augum

Lesa meira

25
jan
2018

Aðstandendanámskeið fyrir börn 6-13 ára

Hið sívinsæla barnanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-13 ára sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra hefst 15. febrúar n.k. Námskeiðið er í tíu skipti, einu sinni í viku,  á virkum fimmtudögum á milli klukkan 16:30 – 18.  Umsjón með námskeiðinu hafa Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur og Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur.  Á námskeiðinu er hópnum aldurskipt og ákveðin atriði tekin fyrir í hverjum

Lesa meira

17
jan
2018

Ýmis námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra

Nú eru að hefjast hjá okkur ýmsir dagskrárliðir fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra sem vert er að vekja athygli á.  Eins og þeir sem til þekkja þá snertir krabbamein alla fjölskylduna og nærumhverfi, ef einn greinist. Þessum einstaklingum höfum við í Ljósinu beint athyglinni að til fjölda ára, samhliða krabbameinsgreindum því þörfin er brýn og það sýnir sig best á þeim fjölda

Lesa meira

20
sep
2017

Ungir makar, jafningjahópur að fara af stað.

Undanfarin ár hefur verður starfræktur jafningjahópur í Ljósinu fyrir unga maka sem eiga það sameiginlegt að eiga maka sem greinst hefur með krabbamein. Þessi hópur hefur gefist mjög vel og styrkt aðstandendur og skapað grundvöll fyrir maka krabbameinsgreindra til að ræða þau fjölmörgu verkefni sem glímt er við dags daglega. Hópurinn starfar undir leiðsögn Krístínar Óskar sálfræðing Ljóssins.  Næsti fundur

Lesa meira

7
júl
2017

Ljósið í sumar

Kynningarfundir fyrir nýtt fólk alla þriðjudaga kl. 11:00 Ljósið er opið í allt sumar – sjá stundskrá hér  Heilbrigðismenntað starfsfólk sér um faglega endurhæfingu sem snýr að: · Líkamlegri uppbyggingu · Andlegum stuðningi · Félagslegum stuðningi · Jafningjafræðsla · Uppbyggjandi umhverfi.

20
jún
2017

Fjölskylduganga Ljóssins

Á Esjuna 28.júní 2017 Við ætlum að hittast við Esjustofu kl:12.30. Gengið verður upp að steini, en þeir sem treysta sér ekki alla leið geta gengið í rólegheitum í hlíðum Esjunnar, starfsfólk Ljóssins verður á staðnum. Mikilvægt er að þeir sem ætla að ganga upp að steini leggi af stað frá Esjustofu kl:13.00. Kaffihúsið Esjustofa verður opin og hægt veður

Lesa meira