Tag: endurhæfing krabbameinsgreindra

9
jan
2020

Hluti rekstrar Ljóssins tryggður með samningi við Sjúkratryggingar Íslands

Mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra unnið með samningi Ljóssins við Sjúkratryggingar Íslands. Í upphafi 15. starfsárs Ljóssins deilum við þeim gleðifréttum að Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins og Guðlaug Björnsdóttir frá samningadeild Sjúkratrygginga Íslands hafa skrifað undir samning um endurhæfingarþjónustu til einstaklinga 16 ára og eldri sem greinast með krabbamein. Í dag, 9. janúar, var samningurinn staðfestur af Svandísi

Lesa meira

19
jún
2019

Fjölskyldudagur á Esjunni

Það var flottur hópur sem lagði á Esjuna í dag í fjölskyldugöngu Ljóssins. Gleðin skein úr hverju andliti og margir sigrar unnir í dag. Þjálfararnir okkar byrjuðu á skemmtilegri upphitun með dansi og söng. Innilegar þakkir fyrir daginn.

4
feb
2019

Ljósið á Læknadögum 2019

„Mat á endurhæfingarþörf einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein.“ var yfirskrift erindis sem G. Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari í Ljósinu flutti á árlegum Læknadögum nú í lok janúar. Haukur, sem er einn af okkar helstu sérfræðingum í endurhæfingu krabbameinsgreindra með mastersgráðu í íþrótta-og heilsufræðum auk viðbótarmenntun í hreyfingu krabbameinsgreindra frá University of Northern Colorado Cancer Rehabilitation Institute, leiðir teymi sjúkraþjálfara og

Lesa meira

30
jan
2019

Gleðilegt innlit í Ljósið

Nú í lok janúar færði Bessi Gíslason Ljósinu rausnarlega peningaupphæð til minningar um eiginkonu sína Unu Þóru Steinþórsdóttur.Una, sem lést í desember 2017, var yndisleg kona sem sótti margvíslega þjónustu í Ljósið en tilefni gjafarinnar var 70 ára afmæli Bessa þar sem hann lét allar peningagjafir renna að fullu í endurhæfinguna hjá okkur. Með honum í för voru tvö af

Lesa meira

19
des
2018

Stundaskrá vorannar 2019

Nú er stundaskráin fyrir vorið 2019 tilbúin. Eins og áður verða dagarnir fullir af spennandi námskeiðum, fyrirlestrum, handverki og hreyfingu. Stundaskráin hefur að geyma tímasetningar yfir alla þá tíma sem í boði eru í hreyfingu bæði hér í húsi og hjá Hreyfingu í Glæsibæ, handverki, námskeiðum, fræðslu og fyrirlestrum. Um er að ræða tugi dagkrárliða sem eru í boði í

Lesa meira

5
okt
2018

Hópeflisdagur starfsfólks 12. október – Lokað

Föstudaginn 12. október n.k. verður lokað í Ljósinu vegna hópeflisdags starfsfólks. Starfshópurinn mætir svo tvíefldur til starfa mánudaginn 15. október með fullhlaðin batterí og gleðina í fyrirrúmi.  Yfirleitt er nú samt stutt í gleðina hjá starfsfólki Ljóssins en afskaplega gott að þétta raðirnar svona stöku sinnum. Þar sem þessi hópeflisdagur var ákveðin í vor þótti okkur afskaplega leiðinlegt að sjá

Lesa meira

15
ágú
2018

Allt um Ljósið og Reykjavíkurmaraþon

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að Reykjavíkurmaraþon fer fram á laugardaginn kemur, þann 18. ágúst. Rétt tæplega 300 manns eru nú skráðir sem hlauparar fyrir Ljósið. Það verður að segjast að við erum hrærð yfir þessum mikla stuðningi og velvilja og erum innilega þakklátt öllum þeim sem hlaupa, styrkja með áheitum, verða í klappliðinu eða styðja við

Lesa meira

28
jún
2018

Breytt stundaskrá og opnun í júlí og ágúst í Ljósinu

Frá og með 1. júlí fækkar dagskrárliðum hér í Ljósinu örlítið bæði vegna sumarleyfa starfsfólks og ljósbera. Ný dagskrá gildir því frá og með 1. júlí og út ágúst. Um leið og dagskrárliðum fækkar breytum við jafnframt opnunartíma Ljóssins örlítið og frá og með 1. júlí verður opið frá kl. 8:45 til 16. Einnig gefst öllum tækifæri til að æfa

Lesa meira

26
jún
2018

Ekki láta þig vanta í Esjugönguna 27. júní

Við minnum á Esjugönguna miðvikudaginn 27. júní þar sem allir eru velkomnir. Lagt verður af stað í fjallið kl. 11 og þeir sem ætla lengst byrja fyrstir og svo fara hinir af stað, allir á sínum hraða. Þeir sem ætla ekki að ganga geta tyllt sér í Esjustofu og spjallað saman og notið útsýnisins. Í Esjustofu verður tilboð á veitingum

Lesa meira

20
jún
2018

Forstöðukona Ljóssins hlýtur hina íslensku fálkaorðu

Á sunnudaginn var, þann 17. júní hlaut forstöðukona Ljóssins Erna Magnúsdóttir riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu krabbameinssjúkra. Ljósið er hugarfóstur Ernu og er hún því bæði hugmyndasmiður og stofnandi Ljóssins.  Frá því að þessi litla ljóstýra fór að skína í starfsemi sem hófst í Neskirkju árið 2005 má segja að Ljósið hafi verið hennar fjórða barn, enda

Lesa meira