Tag: Aðstandendur

28
mar
2017

Skokkhópur Ljóssins í startholunum

Hlaupa- og skokkhópur Ljóssins fer aftur af stað fimmtudaginn 27. apríl nk. Hópurinn er ætlaður öllum áhugasömum, hvort sem það eru krabbameinsgreindir, aðstandendur, starfsfólk Ljóssins eða aðrir sem vilja koma sér af stað í skemmtilega útiveru og hreyfingu. Æfingar verða á fimmtudögum á milli kl. 15:30-16:30 og henta öllum; byrjendum sem lengra komnum, skemmtiskokkurum jafnt sem maraþonhlaupurum. Stefnt er á

Lesa meira

23
mar
2017

Út fyrir kassann, námskeið fyrir ungmenni

Það snertir alla fjölskylduna þegar náinn ástvinur greinist með krabbamein. Ljósið fer nú aftur af stað með námskeið fyrir ungmenni 14-17 ára sem eiga eða hafa átt aðstandendur með krabbamein. Fyrsti fundur verður þriðjudaginn 28. mars kl. 19:30. Síðast mættu 24 ungmenni og voru afskaplega ánægð. Námskeiðshaldarar eru orðin þjóðþekkt fyrir frábær námskeið sjá og nánari dagskrá má sjá með

Lesa meira

14
mar
2017

Ungir makar

Við vekjum athygli á að jafningjahópurinn ungir makar hittist annan hvern mánudag kl. 17 í Ljósinu. Þessi hópur er fyrir einstaklinga á aldrinum 20-45 ára og eiga maka sem glímir við krabbamein.  Kristín Ósk sálfræðingur Ljóssins heldur utan um hópinn. Næsti fundur er mánudaginn 20. mars og stendur frá kl. 17-18:30 Ef þú hefur áhuga á að vera með og

Lesa meira

30
jan
2017

Námskeið fyrir aðstandendur, börn 6-13 ára

Námskeið fyrir börn, 6 -13 ára hefst í Ljósinu 2. febrúar nk. kl. 16:30 og stendur til kl. 18.  Námskeiðið er fyrir börn og unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur krabbameinsgreindra. Börnin fá tækifæri til að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og

Lesa meira

23
jan
2017

Aðstandenda námskeið 20+

Ljósið hefur um langt skeið haldið námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra, 20 ára og uppúr. Á námskeiðinu er skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 25. janúar kl. 16:30 í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi 43. Frekari upplýsingar

Lesa meira