Tag: Aðstandendur

17
apr
2018

,,Það má líka hlægja “ Umfjöllun í Féttablaðinu

Í dag, þriðjudaginn 17. apríl birtis frábær grein um námskeið sem haldið er í Ljósinu fyrir ungmenni á aldrinum 17-20 ára og á aðstandanda sem greinst hefur með krabbamein. Greinin ber yfirskriftina ,,Það má líka hlægja“ og þar segir Kristín Berta Guðnadóttir umsjónamaður námskeiðsins frá uppbyggingu þess.  Jafnframt er talað við þrjá krakka sem farið hafa á námskeiðið og segja

Lesa meira

11
apr
2018

Námskeið fyrir aðstandendur 17-20 ára

Mánudaginn 23. apríl fer af stað námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða 5 skipti frá kl. 19:30 – 21:30 fyrir fólk á aldrinum 17-20 ára. Á námskeiðinu sem byggt er upp á skemmtilegu hópastarfi og fræðslu mun verða leitast við að efla sjálfstraust þátttakenda, læra að takast á við erfiðleika, minnka streitu og slaka á og síðast

Lesa meira

16
feb
2018

Námskeið fyrir 14-16 ára aðstandendur krabbameinsgreindra

Mánudaginn 19. febrúar hefst námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða ungmenni á aldrinum 14-16 ára. Á þessum aldri eiga sér of miklar breytingar stað og því nauðsynlegt að geta boðið upp á stuðningsnámskeið fyrir þennan aldurshóp þegar lífið bankar uppá með krabbamein hjá nánum aðstandanda. Námskeiðið sem verður í fimm hlutum er mótað með það fyrir augum

Lesa meira

3
feb
2018

4. febrúar – Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn

Þann 4. febrúar er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Til hans var stofnað í framhaldi af Heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum á nýju árþúsundi í París 4. febrúar 2000. Markmiðið með þessum degi er að vera með vitundarvakningu til að koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp herör

Lesa meira

25
jan
2018

Aðstandendanámskeið fyrir börn 6-13 ára

Hið sívinsæla barnanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-13 ára sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra hefst 15. febrúar n.k. Námskeiðið er í tíu skipti, einu sinni í viku,  á virkum fimmtudögum á milli klukkan 16:30 – 18.  Umsjón með námskeiðinu hafa Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur og Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur.  Á námskeiðinu er hópnum aldurskipt og ákveðin atriði tekin fyrir í hverjum

Lesa meira

24
jan
2018

Viðtal við forstöðukonu Ljóssins á Rás 1

Það er gaman að segja frá því að forstöðukonan okkar, Erna Magnúsdóttir var boðin í viðtal á Rás 1 í morgun í morgunþátt Sigurlaugar Margrétar Jónsdóttur, ,,Segðu mér“.  Sigurlaug skapar mjög þægilegt og afslappað andrúmsloft í þætti sínum og spyr skemmtilegra og áhugaverðra spurninga. Það er því óhætt að segja að gaman hafi verið að hlýða á þær stöllur fara

Lesa meira

17
jan
2018

Ýmis námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra

Nú eru að hefjast hjá okkur ýmsir dagskrárliðir fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra sem vert er að vekja athygli á.  Eins og þeir sem til þekkja þá snertir krabbamein alla fjölskylduna og nærumhverfi, ef einn greinist. Þessum einstaklingum höfum við í Ljósinu beint athyglinni að til fjölda ára, samhliða krabbameinsgreindum því þörfin er brýn og það sýnir sig best á þeim fjölda

Lesa meira

4
jan
2018

Námskeið á vorönn 2018

Nú er vorönninn að fara á fullt hjá okkur, dagskráin fullmótuð og allir í startholunum að byrja. Fjöldinn allur af fræðslunámskeiðum er að hefjast þar sem reynt er að koma til móts við þarfir allra. Markmiðið með námskeiðum Ljóssins er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við

Lesa meira

3
jan
2018

Stundaskrá vorannar 2018

Gleðilegt ár kæru vinir og bestu þakkir fyrir allt gamalt og gott. Nýtt ár leggst afskaplega vel í okkur og við sjáum fram á góða tíð með blóm í haga, fullt hús af fólki og gleði á pallinum. Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks nýja og þétta stundaskrá fyrir vorönn 2018. Þar má sjá tímasetningar yfir alla

Lesa meira

7
des
2017

Glæsilegur Ljósafoss

Hann var æði tignarlegur og fagur, Ljósafossinn sem liðaðist niður Esjuhlíðar síðastliðin laugardag. Hátt á annað hundrað manns mættu úr hinum ýmsu gönguhópum ásamt okkar fólki úr Ljósinu. Allir voru vel búnir og með höfuðljós til að taka þátt í mótun fossins. Mikil gleðir ríkti í hópnum og afar vel tókst að vekja athygli á þeirri starfsemi sem fram fer

Lesa meira