Karlmenn með blöðruhálskrabbamein – yngri karlmenn

Yngri karlmenn með blöðruhálskirtilskrabbamein undir ca. 65 ára.

Fundir haldnir einu sinni í mánuði þriðjudagar frá kl:17.00 – 19.00.

Sú ósk kom fram hjá yngri karlmönnum sem hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein og eru í þjónustu Ljóssins að þeir fái tækifæri til að hittast, spjalla saman og fræðast.

September 2016 – Nú er öll dagskrá að hefjast og fyrsti haustfundur hjá ungum blöðruhálsum verður þriðjudaginn 13.september kl. 17:00.

Jakob Garðarsson kennari stýrði fundinum.

 

Fyrsti fundurinn var haldinn 6. mars 2014 og tókst í alla staði vel.

Meðal málefna sem rædd voru:

  • Menn greindu frá sínum málum hver fyrir sig á einlægan hátt og ýmis mál voru rædd.
  • Sjúkratryggingarmál krabbameinsgreindra, niðurgreiðslur lyfja.
  • Niðurstöður rannsókna að fá þær eins fljótt og hægt er þegar þær liggja fyrir.
  • Hugmyndir ræddar um að fá sérfræðinga á ýmsum sviðum til að spjalla við.
  • Ef þú hefur áhuga á að koma, láttu okkur þá vita í síma 5613770

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Karlmenn undir ca 65 ára með krabbamein í blöðruhálskirtli

Hvenær: Mánaðarlega á þriðjudögum, kl. 17:00-19:00

Umsjón: ?