Karlmenn í Ljósinu

Ljósið bíður öllum frá 16 ára aldri sem greinst hafa með krabbamein upp á endurhæfingu – Líka karlmönnum!

Karlmenn eru í síauknum mæli að sækja þjónustu í Ljósið vitandi að því fyrr sem þú byrjar að byggja þig upp, því sterkari ertu í gegnum ferlið og eftir það.

Ekki sitja heima. Sæktu endurhæfingu sem er sniðin að þér og á hvaða stað þú ert í lífinu. Hjá sumum er það ræktin, öðrum viðtöl við fagaðila og enn öðrum félagsskapurinn. Fyrir flesta er það hin fullkomna blanda af þessu þrennu.

Við hlökkum til að sjá þig!

Karla fræðsla - Fræðslufundir

Vikulegir fundir fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein.

Strákamatur

„Strákarnir“ – Karlmenn 46 ára og eldri borða saman alla föstudaga kl:12.00.

Karlmenn með blöðruhálskrabbamein - yngri karlmenn

Mánaðarlegir fundir fyrir karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Ungir karlmenn 16-45 ára

Jafningjahópur fyrir karlmenn 16.45 ára

Líkamleg endurhæfing

Líkamsrækt er mjög mikilvæg fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og skiptir ekki máli á hvaða stigum sjúkdómurinn.