Jafnvægisæfingar

Boðið er upp á jafnvægisæfingar í Ljósinu

Æfingarnar sem gerðar eru þjálfa og viðhalda ýmsum þáttum sem koma að jafnvægi en algengt er að jafnvægi skerðist, bæði með hækkandi aldri og hjá fólki sem glímir við sjúkdóma.  Best er að vera á sokkunum eða á tánum í tímunum.

Tímarnir eru á föstudögum frá kl. 11:30 -12:00 í umsjón Hauks og Fjólu Drafnar sjúkraþjálfara.

Helstu upplýsingar

Hvenær: Föstudagar kl. 11:30

Hvar: Ljósið, Langholtsvegi 43

Leiðbeinandi: G. Haukur Guðmundsson og Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir sjúkraþjálfarar

10 tíma kort kostar kr. 3.000