Hugleiðsla

Hugleiðsla er tækni til að virkja huga, vitund og líkama. Hugleiðsla er góð aðferð til að njóta þess að vera með sjálfum sér. Þegar þú hugleiðir getur þú gefið andardrætti þínum og líkama athygli. Að hugleiða er einnig góð leið til að veita sjálfri/um sér og líðan athygli.

Hugleiðsla hreinsar hugann, eykur einbeitingu og orku, skerpir vitund þína og núvitund.

Hugleiðsla er í Ljósinu alla mánudaga kl. 11:30 – 12:00.

Helstu upplýsingar

Hvenær: Mánudagar kl. 11:30-12:00

Nánari upplýsingar í síma 561-3770