Handverk og iðja

Stór hluti af endurhæfingu Ljóssins er í gegnum handverk og hefur það verið frá upphafi.

Við erum vön að segja að listin hafi lækningarmátt og höfum við svo sannarlega séð það gerast hérna.

Rannsóknir hafa sýnt að tómstundaiðja getur spilað veigamikið hlutverk í bataferli og aukið heilsu og vellíðan í daglegu lífi. Þátttaka í tómstundaiðju og önnur upplyfting hjá fullorðnum getur ýtt undir sköpunargáfu og andagift auk þess að styrkja félagsleg tengsl.

Þá benda rannsóknir einnig til þess að tómstundaiðja, sem er innihaldsrík, eflir fólk í að hafa stjórn á aðstæðum og minnkar streitu. Þátttaka í iðju veitir þannig einstaklingum ábyrgð og tilfinningu um að skipta máli auk þess að veita skemmtun og slökun. Einnig finnst okkur mikilvægt hér í Ljósinu að í gegnum tómstundavinnu getum við  skoðað vinnuþrek og úthald.

Myndlist fyrir byrjendur

Grunnþættir teikningar og málunar kenndir með áherslu á mismunandi aðferðir og efni. Ákveðin verkefni í hverjum tíma auk frjálsar vinnu.

Myndlist fyrir lengra komna

Framhaldsnámskeið í myndlist sem hentar þeim sem eru með grunn í myndlist eða hafa lokið byrjendanámskeiðinu

Útsaumur, prjón og hekl

Hvort sem þú sért að fitja upp á í fyrsta sinn eða þaulvanur þá er þetta hópur fyrir þig.
Notalegur hópur í handavinnu og spjalli.

Fluguhnýtingar

Kenndar eru grunnaðferðir í fluguhnýtingum

Tréútskurður og tálgun

Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Kennd eru grunnatrið í tálgun og útskurði.

Leirlist

Leirlist er alla virka daga  í Ljósinu. Skipt er niður í 6-8 manna hópa og mætir hver hópur einu sinni í viku.

Fatasaumur

Létt námskeið í fatasaum þar sem kenndar eru aðferðir við að sníða og sauma einfaldar flíkur.

Handverk mánaðanna - Haust

Á veturna bjóðum við upp á mismunandi handverk í hverjum mánuði á föstudögum.

Kjörið tækifæri til að prufa eitthvað nýtt og njóta samveru og góðra stunda.

Handverk mánaðanna - Vor

Hér má sjá hvaða handverk verður í boði á föstudögum í vor