Fréttir

23
nóv
2023

Ljósablaðið 2023 er komið út

Árlegt tímarit Ljóssins er nú komið út í glæsilegri stafrænni útgáfu. Hér má nálgast blaðið Eins og alltaf eru efnistökin fjölbreytt og spanna allt frá faglegum umfjöllunum starfsfólks yfir í áhrifaríkar frásagnir þjónustuþega. Við leitumst við að hafa hlýja blæinn úr Ljósinu ríkjandi í blaðinu. Með stafrænni útgáfu gefst okkur tækifæri til að færa ykkur persónulegri frásagnir í formi hlaðvarpa

Lesa meira

21
nóv
2023

Bílastæði Ljóssins lokuð frá 12:00 fimmtudaginn 30. nóvember

Kæru vinir, Fimmtudaginn 30. nóvember munu stakar skrifstofueiningar vera fluttar á lóð Ljóssins við Langholtsveg 47. Vegna þessa munum við þurfa að halda bílastæði Ljóssins auðu frá klukkan 12:00 þann dag. Kærar þakkir, Starfsfólk Ljóssins

20
nóv
2023

Ný myndbönd frá þjálfurum komin á vefinn

Nú duga engar afsakanir þegar það kemur að líkamlegu endurhæfingunni heima fyrir! Þjálfarateymi Ljóssins var að bæta við 5 nýjum myndböndum sem þjónustuþegar geta nýtt sér heimafyrir. Myndböndin eru: Hreyfiflæði – Upphitun Hreyfiflæði – Æfingar í standandi stöður Hreyfiflæði – Æfingar í liggjandi stöðu Hreyfiflæði – Æfingar á fjórum fótum Stoðfimi – Stólaleikfimi Myndböndin má öll finna hér á heimasíðu

Lesa meira

20
nóv
2023

Breyting á hópum á samfélagsmiðlum Ljóssins

Kæru vinir, Undanfarnar vikur höfum við rýnt í upplýsingagjöf í húsi með það að markmiði að einfalda upplýsingagjöf til þjónustuþega. Í því samhengi hefur verið tekin ákvörðun að loka hópum á samfélagsmiðlum þar sem lítil eða engin virkni er fyrir hendi. Við bendum öllum þjónustuþegum á að Ljósið Heima verður áfram virkur og þar munu tilkynningar og aðrar fréttir birtast,

Lesa meira

13
nóv
2023

Lionsklúbbur Seltjarnaness færði Ljósinu tölvur og skjái

Þeir Sigurður Hall, Guðjón Jónsson, Árni Steinsson, Bragi Ólafsson og Sigurður H. Engilbertsson frá Lionsklúbb Seltjarnarness komu færandi hendi í Ljósið fyrr í dag en færðu þeir Ljósinu veglegar Think Pad tölvur frá Lenovo sem og skjái. Nokkrir meðlimir klúbbsins hafa notið góðs af endurhæfingunni í Ljósinu og klúbbsmeðlimir því mjög meðvitaðir um starfsemi Ljóssins og hversu miklu máli starfið

Lesa meira

11
nóv
2023

Fallegur Ljósafoss hlykkjaðist niður Esjuna fyrr í kvöld

Það var virkilega gleðilegt um að litast við Esjurætur seinni partinn í dag þegar hátt í 400 manns komu saman til að mynda saman Ljósafoss niður Esjuhlíðar og vekja þannig athygli á endurhæfingarstarfi Ljóssins. Að vanda var það Þorsteinn Jakobsson sem leiddi gönguna. Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem lýstu upp hlíðarnar með okkur! Sérstakar þakkir sendum

Lesa meira

6
nóv
2023

Höfuðljós frá Dynjanda lýsa upp Ljósafoss

Vinir okkar í Dynjanda hafa til fjölda ára verið duglegir að kíkja við hjá okkur í Ljósið í aðdraganda Ljósafoss niður Esjuhlíðar og færa okkur höfuðljós sem seld eru í styrktarsölu fyrir viðburðinn okkar í Esjunni. Árið í ár er engin undantekning og kom Steindór Gunnlaugsson færandi hendi með 26 stykki af höfuðljósum sem við ætlum að selja hér í

Lesa meira

6
nóv
2023

Ljósafoss niður Esjuhlíðar 11. nóvember

Árlegur Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar á vegum Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda mun eiga sér stað laugardaginn 11. nóvember næstkomandi. Þar mun hópur göngufólks hittast við grunnbúðir Ljóssins við Esjurætur upp úr klukkan 15:30. Lagt verður af stað upp að Steini klukkan 16:00 og í kjölfarið gengið niður með höfuðljós tendruð og myndaður fallegur Ljósafoss í þann mund sem myrkrið skellur

Lesa meira

6
nóv
2023

Málþing um hlutverk stuðningsfélaga og áhrif batamenningar

Næstkomandi fimmtudag stendur Krabbameinsfélagið Framför fyrir fyrir málþingi um hlutverk stuðningsfélaga og áhrif batamenningar. Meðal fyrirlesara er Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, sem mun ræða um þverfaglega endurhæfingu – eflingu lífsgæða. Málþingið hefst klukkan 16:30 og fer fram í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 18. Hægt er að lesa alla dagskrá málþingsins hér.

31
okt
2023

Lokað í Ljósinu föstudaginn 3.nóvember

Lokað verður í Ljósinu næstkomandi föstudag 3.nóvember vegna hópeflis og árshátíðar starfsfólks. Við opnum aftur með bros á vör mánudaginn 6.nóvember.   Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins