Uncategorized

24
sep
2016

Útivistarhópur 28. september

28. september: Reynisvatn Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst við Sæmundarskóla í Grafarholti. Ekinn er Vesturlandsvegurinn þar til komið er að mislægu gatnamótunum sem liggja yfir í Grafarholt. Við beygjum þá til hægri inn á Reynisvatnsveginn og síðan aftur til hægri inn Jónsgeisla við fyrsta hringtorg sem komið er

Lesa meira

20
sep
2016

Út fyrir kassann – námskeið fyrir 14-16 ára

Sjálfstyrking fyrir 14 – 16 ára ungmenni sem eiga aðstandendur með krabbamein. Ljósið fer nú í samvinnu við fyrirtækið „Út fyrir kassann“ og býður upp á námskeið sem ætluð eru ungmennum 14-16 ára sem eiga aðstandendur með krabbamein. Námskeiðið verður á þriðjudögum kl. 19:30-21:00 í fjórar vikur og hefst 25. október. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Bjarni Fritzson og Kristín

Lesa meira

20
sep
2016

Hreyfing og Ljósið

Nýtt námskeið, Hreyfing og ljósið, er nýtt námskeið fyrir konur og karla sem eru útskrifuð frá Ljósinu en vilja halda áfram að stunda uppbyggjandi og endurnærandi þjálfun með fyrri félögum úr Ljósinu. Námskeiðið stendur í fjórar vikur og hefst 29. september. Umsjón með þjálfun hefur Sandra Árnadóttir, sjúkraþjálfari og fagstjóri í Hreyfingu.   Nánari upplýsingar og skráning á hreyfing.is.

15
sep
2016

Útivistarhópur 21. september

21.september – Elliðavatn Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst á bílastæðinu við Elliðavatnsbæinn kl:13.00. Keyrt er frá Suðurlandsvegi inn Heiðmerkurveg framhjá Rauðhólum og áfram inneftir, komið er að lítilli brú yfir Suðurá og fljótlega eftir það er afleggjari að Elliðavatnsbænum. Við ætlum að njóta haustlitanna við Elliðavatn, margar skemmtilegar

Lesa meira

12
sep
2016

Ungliðahópur Ljóssins, SKB og Krafts

Ljósið, SKB og Kraftur bjóða upp á sameiginlega vetrardagskrá fyrir fólk á aldrinum 18-29 ára sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Ungt fólk með krabbamein getur komið saman og hist á jafningjagrunni.   Hér er hægt að lesa umfjöllun á vísir.is um ungliðahópinn Fimmtudaginn 22. september ætlum við að skella okkur í skemmtilegt hópefli hjá Reykjavík Escape. Þar

Lesa meira

10
sep
2016

Útivistarhópur 14. september

Rauðavatn Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst á bílastæðið við Morgunblaðshúsið við Hádegismóa. Við Rauðavatn voru tekin fyrstu skrefin í skógrækt á Íslandi í upphafi 20. aldarinnar og aldrei að vita nema að haustlitirnir séu farnir að láta á sér kræla. Hlökkum til að sjá sem flesta.

10
sep
2016

Nýtt námskeið í núvitund

Núvitund í daglegu lífi Vegna mikilla vinsælda hefst nýtt námskeið fimmtudaginn 29. sept kl.13:00-15:00. Skráning hafin í síma 561-3770. Minnum einnig á hugleiðslutímana hjá Gunnari á mánudögum kl. 11:30.   Leiðbeinandi: Gunnar L Friðriksson. 6 vikur . Verð: 4.000,- allt innifalið. Skráning í síma 561-3770 Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er

Lesa meira

5
sep
2016

Útivistarhópur 7. september

Útivistargangan 7. september: Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði Við höldum áfram að njóta veðurblíðu og yndislegrar náttúru með gönguferð við Hvaleyrarvatn. Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst á fyrsta bílastæði við Hvaleyrarvatn kl. 13.00. Ekinn er Kaldárselsvegur og rétt áður en komið er að Hestamiðstöð Íshesta er afleggjari til hægri inn

Lesa meira

4
sep
2016

Ungliðahópur

Ungliðahópur Ljóssins, Krafts og SKB mun hittast 8. september næstkomandi kl. 20:00 í Ljósinu, Langholtsvegi 43. Fræðsla, skemmtun, uppbyggjandi samvera. Ótrúleg uppátæki og skemmtilegar samverustundir með fólki í sömu sporum. Umsjónarmaður er Kristján Th. Friðriksson.   Nánari upplýsingar á ljosid.is, kraftur.org og skb.is.

2
sep
2016

Fræðslufundir fyrir karlmenn

Kynningarfundur 6. september Aðstandendur velkomnir með. Þriðjudagar kl. 17:30-19:00. Helena Bragadóttir og Einar Magnússon segja frá eigin reynslu. Stjórnandi: Matti Osvald Stefánsson, heilsufræðingur og markþjálfi.   Dagskrá fundanna: Hugaraðferð afreksmannssins Líkamleg uppbygging eftir veikindi Að vinna með hugsanaflækjur Reynslusögur og samtal Ímyndir krabbameina Eldað saman og snjallar gamansögur Streita og slökun Breytingar í daglegu lífi í kjölfar veikinda   Skráning

Lesa meira