Erla Sigurðardóttir

11
feb
2016

Ljúffengur fyrirlestur í Ljósinu

Omnom í heimsókn með fyrirlestur. Mánudaginn 15. feb. kl. 14:05 Kjartan Gíslason einn af eigendum Omnomchocolate kemur og fræðir okkur um súkkulaðigerðina, en súkkulaðið hefur slegið í gegn hér á Íslandi sl. ár. Við verðum með sambland af fyrirlestri um vinnsluna og smakki á súkkulaði.  Namm namm…. Gott að vita hve margir hafa áhuga…skráning í síma 5613770

4
feb
2016

Viltu vera vinur Ljóssins ?

Ljósið stendur nú fyrir söfnun á Ljósavinum, þú gætir fengið símtal. Sem Ljósavinur greiðir þú ársgjald að upphæð 3.500, og styrkir starfsemi Ljóssins. Það er einnig hægt að skrá sig sem Ljósavin hér inná síðunni. Allir styrkir fara beint í endurhæfinguna og hjálpar þannig til við að efla lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.

21
jan
2016

Stuðnings og fræðslunámskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein

Nýtt námskeið hefst 8.febrúar  Skráning og upplýsingar í síma 5613770 Aðalmarkmiðin með námskeiðinu eru að þátttakendur auki, jafnvægi sitt í daglegu lífi, starfsfærni, vellíðan og von. Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar, hugsanir, efla sjálfsmyndina, draga úr þreytu, auka jafnvægi í daglegri iðju, styrkja tilgang og

Lesa meira

21
jan
2016

Fræðslufundir fyrir karlmenn

Hefst 1.febrúar með kynningarfundi  kl.17.30 Nýtt námskeið hefst 8.febrúar    Einar Magnússon segir frá reynslu sinni af því að hafa greinst með krabbamein. Aðstandendur eru velkomnir með á kynningarfundinn. Skráning og upplýsingar í síma 5613770   Umsjónarmaður fyrir Ljósið er Matti Ósvald heilsufræðingur  

14
jan
2016

Við erum komin heim !

Við erum alsæl með fallega heimilið okkar að Langholtsvegi 43…verið velkomin!

5
jan
2016

Á nýju ári…

  Gleðilegt nýtt ár kæru Ljósberar. Innilegar þakkir fyrir samskiptin á árinu 2015, alla umhyggju, samhug og hjálpsemi við Ljósið okkar. Megi nýtt ár færa okkur farsæld og frið og við hlökkum til að taka aftur á móti ykkur í fallegu og endurbættu húsnæði, þar sem hugsjón okkar er að hjálpa og efla lífsgæði. Það er allt komið á fullt

Lesa meira

3
des
2015

Spjall og fræðsla um Vatnaveiði

Fimmtudaginn 10.des kl 13:00  kemur Kristján Friðriksson og spjallar um ýmislegt sem viðkemur vatnaveiði og kynnir bókina Vatnaveiði árið um kring sjá nánar hér 

3
des
2015

Litagleðin með Hrönn

  Minnum litaglaða á að hún Hrönn frá Litagleði kemur aftur til okkar fimmtudaginn 10. Des  kl 13:00  

30
nóv
2015

Tilkynning og jólakveðja til þín frá okkur

  Kæru Ljósberar, aðstandendur og velunnarar Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir góða samveru og samvinnu á árinu sem er að líða.Vonum að þið eigið yndislega jóla og nýárshátið.   Vegna þess að verið er að stækka húsnæði Ljóssins á Langholtsvegi 43,  þá liggur starfsemin niðri tímabundið. Við munum opna aftur fljótlega í

Lesa meira

23
nóv
2015

Ljósið lýsti upp Esjuna

 Það var ótrúlega yndisleg stemning í Ljósafossi  laugardaginn 21.nóv sl  á Esjunni. Innilegar þakkir til Fjallasteina (Þorsteins Jakobssonar ) sem skipulagði þessa göngu fyrir Ljósið.  Þessi stórkostlega mynd er tekin af ljósberanum Ragnari Th. Sigurðssyni. Innilegar þakkir til allra sem tóku þátt og gerðu þetta mögulegt. Smelltu hér til að skoða fleiri myndir